fimmtudagur, júlí 28

stórir strákar fá raflost

SJITTTT!!!
ég er að fara á fund með markaðstjóra Íslandsbanka og ég er að missa mig úr stressi!! Við erum að tala um 3 extra lög af svitaeyði undir hendurnar og tissjú í rassvasanum til að þurrka svitann sem sprettur fram úr lófum mínum..þetta vatn gæti bjargað vatnsskortinum í Afríku eða bara búið til Waterworld, hvort er verra veit ég ekki... svo verður maður svo saltur á bragðið af öllum þessum svita..eins gott að hann Áki hjá Isb reyni ekki að kyssa mig...ég er bara eins og lítil saltstöng (já,ég er svo grönn...)

að öðru.
ég á elskhuga.
hann er frægur.
hann er sköllóttur.
við erum búin að þekkjast í 11 ár.
það gekk illa fyrstu 10 árin.
nú erum við haminjgusöm.

hann heitir......

Bubbi motherfuckin Mortens.

Þessi sköllótti trúbador og stundum wannabe rokk kom inn í líf mitt þegar ég var 14 ára gömul en þá í formi 15 ára drengs frá Hafnarfirði. Drengurinn talaði sí og æ um Bubba sinn og lofaði fallegu lögin sem hann söng um ástin á Brynju og lífið sem AA maður, hvað var með auglýsinguna fyrir búsáhöld, stál og hnífur sem allir kunnu??....Hafnfirðingurinn minn fór alltaf á þorlákstónleikana á Borginni og lögin með hr.AA voru rauluð heima hjá honum og þá tók öll fjölskyldan undir og kunni hvert einasta orð...
Þetta fór gífurlega í taugarnar á mér.
Ég þoldi ekki þennan sköllótta mann sem mér fannst óttarlegur vælupúki sem reyndi einu sinni að vera kúl í GCD með frænda mínum; hvað stendur GCD eiginlega fyrir?! Kannski kunni ég bara ekki að meta þessar ástartjáningar eða komin með uppí háls af Leonard Cohen og hans "væli", ég veit það ekki, ég bara þoldi ekki Bubba! Hann fór meira að segja í taugarnar á mér og ég krafðist þess að þorlákur yrði fyrir mig en ekki einhvern lesblindan gaulara með gítar....
SVO kynntist ég hinum Bubba....
Hann var í þetta sinn í formi 22 ára reykvíkings.
Ég kynntist töffaranum honum Bubba, manninum sem sagði að fjöllin höfðu grátið og að stórir strákar fái raflost...Ég var ekki lengur að kúra uppi í rúmi að hlusta á bubba og brynju söguna heldur var ég að hlusta á undirheima reykjavíkur og dópneyslu, allt í hraðskreiðum bíl þar sem að reykvíkingurinn opnaði gluggana og söng hástöfum með... Ég fór að endurmeta samband mitt við þennan fyrrum rokkara sem nú er mjúkur eftir að hafa fundið ástina....Kannski gæti ég tamið þennan villta rokkara sem ég var með og fengið hann til að syngja ástarballöður til mín....
Ég tók Bubba í sátt þegar ég var tvítug. Ég kunni ekki lögin hans en ég gat hummað með og það var í lagi ef hann var spilaður í útvarpinu og meira að segja ef fólk söng með.....
Við fullkomnuðum sambandið okkar í fyrra á þjóðhátíð þar sem ég söng með hástöfum ofurölvi í brekkunni og meira að segja bað um óskalag...
Í sumar erum við hamingjusöm....
Rokkarinn hefur verið taminn og ég kann ástarlögin hans, ég meira að segja spóla framhjá hinum á diksnum hans og hlusta á þau af einlægni og vona að ég muni vera Brynja einhvers...ég vinn með Bubba, ég kúri með Bubba, ég græt með Bubba og ég horfi
á Bubba, ég skemmti mér með Bubba....

Þetta tók sinn tíma Bubbi minn en ég er loksins tilbúin að hleypa þér öllum inn í líf mitt eins og maðurinn sem játast kristni og kristinni trú; þú ert kominn inn og þér verður ekki hent út aftur.
Kannski fer ég bara á eina tónleika eða svo.
Kannski skipti ég frá Vís og fer yfir í Sjóvá...

bara eitt, bubbi minn, ertu til í að tjilla á öllum þessum auglýsingum og blaðaviðtölum og bara að vera alls staðar...?maður vill kannski aðeins fá smá prævasí...


ég hugsa ég fari upp í bústað um helgina með allri móðurfjölskyldunni þar sem ég og afi hlustum á lónelí-blú-bojs og dönsum framm í rauða nótt á meðan systkinin spila vist og bjarni frændi deyr í stólnum við eldhúsborðið eftir að hafa lýst yfir svindli og uppgjöf.... gotta love ´em.

B-O-B-A

bomban er farin á fund með honum áka elskunni, smá flegin bolurinn og þröngar gallabuxur; það getur varla skaðað, er það nokkur?

sebastían er kominn heim og er bara hress...

siggs óver and át

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já Bubbi er annaðhvort hluti af sálinni eða ekki. Ég hef farið ein á tónleika gat ekki misst af þeim. KJ

Mia sagði...

Bubbi er nú bara svo rótgróinn hluti af Íslenskri menningu að það hafa allir gengið í gegnum að elska hann og hata hann mörgum sinnum... eða eiga það eftir ;)

Sigga Dögg sagði...

já hann er yndi hann bubbalíus, svona við og við...ég hef ekki massað tónleika EN ég hef hitt hann og svo auðvitað Ædolið...